Jörundur Ragnarsson er einn fremsti leikari landsins en hann sló eftirminnilega í gegn í svokölluðu „Vakta” þáttunum, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni.
Kappinn hefur svo sannarlega komið víða við á löngum glæstum ferli og það er sko nóg um að vera hjá honum um þessar mundir. Jörundur er að æfa leikrit í Þjóðleikhúsinu sem heitir „Framúrskarandi vinkona” og í nóvember fer að hann yfir í Borgarleikhúsið að æfa leikritið „Orlando.”
Einnig er Jörundur alltaf að skrifa eitthvað skemmtilegt og lætur sig oft dreyma um kvikmyndagerð! Tónlistin er aldrei langt undan og er því tilvalið að fá hann í Mánudagsplaylistann á Albumm.is. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á listann og er hann ansi þéttur!