Love Guru lokar 20 ára Stórafmælisútgáfuseríu sinni með bullandi Banger, Energia. Guruinn hefur haldið sína afmælisveislu að mestu leyti á samfélagsmiðlum enda athyglissjúkur með eindæmum. Energia er gífurlega kraftmikill dans smellur og myndbandið mikið stuð.
Myndbandið var tekið upp í nóvember í 30 ára afmæli dóttur Gurusins, Guðrúnar Ástu, í sérstöku Love Guru þema, þess má geta að dóttirin var líka með Love Guru þema í 20 ára afmælinu (hún hefur verið beðin um að gera eitthvað annað í 40 ára afmælinu)
Love Guru og myndatökukonan Inger Birta fengu að stoppa partýið í 20 mínútur til að taka myndband og gekk það bara svona líka prýðilega. Athugið, Love Guru fékk að troða sér inn í veisluna, þemað var ekki gert fyrir myndbandið. Í myndbandinu má sé systkini Love Guru og börn, Papa Guru, tengdó, eiginkona, fyrrverandi eiginkona og smá má lengi telja… allt sem þarf í gott partý.
Umræðan