Promises er fyrsti síngúll Soffíu af hennar þriðju breiðskífu. Soffía og Pétur Ben hafa unnið saman að plötunni síðastliðna mánuði þar sem Pétur er pródúser og sér um upptökur og hljóðfæraleik auk þess sem Magnús Trygvason Eliassen spilar á slagverk. Lagið er masterað af Skonrokk Mastering.
Í Promises gerir Soffía góðlátlegt grín að ástinni og sjálfri sér. Lagið fjallar um loforð sem eru gefin öðrum í ástarvímu sem halda ekki gegn minnsta hliðarvindi, og loforð sem maður gefur sjálfum sér og eru brotin án umhugsunar. Ástinni er velt fyrir sér frá ýmsum hliðum og einkennileg hegðun manneskjunnar þegar hún er ástfangin – eða vill vera það.

Soffía telur líka upp gítara sem hún hefur átt í gegnum tíðinina og endurspegla þeir mismunandi tímabil í lífi tónlistarkonunnar. Þar þar talar hún um Tanglewood, Guild, Gibson og svo dreymir hana einn daginn um að eignast góðan Martin gítar.
Umræðan