Kvikna er annar singullinn af væntanlegri plötu tónskáldsins Sævars Jóhannssonar, Whenever You’re Ready sem kemur út 6. Maí.
Platan samanstendur af strengja og píanó tónsmíðum sem kanna vangaveltur hans um seiglu, kulnun og hvíld. Lagið Kvikna einkennist af leikgleði, að vera ekki stanslaust að hlusta á innri gagnrýni og leyfa sér að vera klisjulegur, cheesy eða whatever.
Það er von Sævars að lagið og síðar meir platan veiti hlustendum einhverskon frið.
Umræðan