Þann 1. Júli síðastliðinn gaf hljómsveitin Atarna út sína fyrstu plötu og er hún komin á allar helstu tónlistarveitur.
Vegur sem eitt sinn var heitir platan og er vísindaskáldsaga í ætt við hetjusögur fornaldar. Atarna leitar í brunn indí-rokks mótunaráranna auk annara áhrifa sem hafa hlaðist utan á meðlimi eins og gerist með hækkandi aldri.

Meðlimir Atarna eru Guðmundur Stefán Þorvaldsson á gítar/söngur, Gunnar Ben á hljómborð/söngur, Jón Geir Jóhannsson trommur/bakraddir og Loftur Sigurður Loftsson bassi/bakraddir. Þeir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi sl. ár og ber þar helst að nefna hljómsveitir eins og Skálmöld, GlerAkur, Kronika og Hraun en þeir spiluðu einmitt allir saman í þeirri síðast nefndu áður en hún dó drottni sínum.
Upptökustjórn, hljóðblöndun og mastering: Einar Vilberg. Tekin upp í HLJÓÐVERK í mars 2021 Hönnun: Jón Geir Jóhannsson og Margrét Dórothea Jónsdóttir.
Umræðan