Í ár ætla vinirnir í hljómsveitinni Toymachine að láta 20 ára gamlan draum rætast og setja lögin sem voru samin af ungum og upprunalegum rokkhundum á plast.
Toymachine ætlar að taka upp plötu og halda tónleika því til heiðurs í lok árs og hefur sveitin hrint af stað söfnun á Karolína fund þar sem hægt að er skoða mismunandi leiðir til þess að styrkja verkefnið.
Ef þér langar að skoða þetta, styrkja þetta, vera partur af tónlistarsögunni, ekki hika við að taka þátt í þessu. Við vorum ógeðslega góð hljómsveit, og erum reyndar ennþá bara helvíti fínir eftir öll þessi ár Segir leikstjórinn Baldvin Z en hann var einn af meðlimum sveitarinnar.
Hægt er að styrkja verkefnið á Karolinafund.com
Toymachine á Facebook