Tónlistarmaðurinn Auður var að senda frá sér glænýtt lag sem heitir „Fljúgðu burt dúfa.” Lagið er fyrsti singúll af plötu sem honum langar til að gefa út árið 2021.
Auður hafði þetta að segja um útgáfuna:
“Þegar ég gaf út Afsakanir fékk ég mikið lof fyrir textana mína. Fólk sem þekkti mig ekki hrósaði mér fyrir að vera opinskár og tilfinningalega hreinskilinn. Þetta var að gerast á sama tíma og ég strögglaði mjög mikið með það að opna mig gagnvart fólki í kringum mig. Ég var á erfiðum stað andlega og fannst skrítið að fá einlæg skilaboð um að ég væri að hjálpa ungum strákum og stelpum þegar ég átti erfitt með að hjálpa sjálfum mér.”
„Ég hef bara farið í eitt almennilegt viðtal og afþakkað mörg góð boð hjá fjölmiðlafólki sem vinnur mikilvæga vinnu. Ég finn fyrir löngun til þess að aðskilja einkalíf mitt og atvinnu en ég gæti samt ekki hugsað mér annað en að semja út frá eigin tilfinningum, upplifunum og umhverfi.”
„Fyrir vikið hef ég verið til umræðu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum sem ýmist einlægur geðsjúklingur, dópaður snillingur, kynóður poppari og síðan femínísk fyrirmynd. Það er ekki mitt að segja og ég held ég sé frekar góður í að hunsa þessar utanaðkomandi greiningar. Ég veit aðeins það eitt að ég er tónlistarmaður og að listin á hug minn og hjarta.”

„Fljúgðu burt dúfa kom til mín í nokkrum mismunandi myndum. Fyrst sem kassagítarlag á Mývatni, síðan endurútsett með hip hop productioni og 808, bassa í Reykjavík og loksins strípað niður í ekkert nema píanó og söng í Ártúninu. Ég basicly slökkti á öllum rásunum og eftir var Maggi minn á felt píanói.”
„Þegar maður tekur upp svona feltpíanó þá heyrist brak og brestir á hljómborði hljóðfærisins, ruggið í stólnum og andardrátturinn í tónlistarmanninum. Berskjaldað og nakið. Ágúst Elí gerði artworkið fyrir mig með mér og ég er mjög þakklátur að fá að vinna með honum eins og svo oft áður. Lagið er mixað af Styrmi Hauks sem er líka vandvirkur engill.”
Umræðan