Svartur Hrafn er nýjasta lag tónlistarkonunnar Gretu Salóme. Þetta er einnig fyrsta lagið sem hún gefur út í ár, en ekki það síðasta. Svartur Hrafn er hluti af stærri heild, en um þessar mundir er Greta að vinna í stuttskífu (EP).
„Svartur hrafn er með pínu óræðin texta og getur verið um manneskju eða hlut sem maður sækist í en mun aldrei fá nema í stuttan tíma. Við sækjum oft í það sem við vitum að er ekki okkur ætlar og getum ekki losað okkur við það sama hvað við reynum. Það geta allir tengt við það að einhverju leiti.” – Greta Salóme
Svartur Hrafn er popp-lag sem sýnir vel yfir hvaða hæfileikum Greta býr sem laga- og textahöfundur. Texti lagsins endurspeglar upplifanir margra, og því auðvelt fyrir hlustendur að setja sig í aðstæður og tengja við söguna sem er sögð.

„Lagið var samið heima í stúdióinu mínu í Mosó en svo fór ég með það til John-Emil Johansson sem er sænskur pródúsent sem ég er búin að vinna svolítið með í ár. Við kláruðum svo að útsetja og pródúsera lagið saman bara yfir zoom þar sem hann var úti á Spáni að vinna og ég á Íslandi.” – Greta Salóme
Undanfarin ár hefur Greta unnið mikið erlendis og komið víða fram, en vegna heimsfaraldursins er hún búin að vera á Íslandi að vinna í nýrri tónlist. Nú þegar það er farið að sjást fyrir endann á faraldrinum eru verkefnin að hrúgast upp hjá henni. Með hausti má vænta þess að hún gefi út meiri tónlist, þar á meðal stuttskífu (EP).
Umræðan