Fyrir stuttu sendi tónlistarmaðurinn Auður frá sér stutt og tónlistarmyndina Afsakanir en hún er við lög af samnefndri plötu sem kom út þriðjudaginn 11. Desember.
Myndin var frumsýnd á Húrra eftir mikið partý í Bíó Paradís. Þegar leið á kvöldið kom í ljós tæknivandi sem í sameiningu tókst að vinna úr og eftir seinkanir og göngutúr í gegnum þrumur, eldingar, haglél og rigningu var ljúft að upplifa hvað kvöldið varð að persónulegri og innilegri upplifun sem Auður og félagar áttu með fjölskyldu, vinum og aðdáendum. Brutust út mikil fagnaðarlæti við lok sýningu myndarinnar og mátti sjá tár í bland við hlátur og bros og var fagnað frameftir kvöldi í boði Víking og Red Bull.
Myndin er heiðarleg túlkun plötunnar þar sem Auður kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Reykjavík nýtur sín í skammdeginu og einlægnin skín í gegnum löng og fallega skot þar sem allt efni kemst vel til skila með fumlausri klippingu.Togstreita á millli gleði og þyngsla undan persónulegum sársauka er næstum áþreifanleg og er einfaldleikinn hrár og dansinn á milli ímyndunar og raunveruleika er eins og áhorfandi sé staddur í huga þess sem er að upplifa.
Hægt að nálgast myndina á bæði appi og sjónvarpi Símans. Þess má geta að sama dag og myndin kom út fékk Auður Kraumsverðlaunin fyrir plötu ársins.
Hér má sjá stiklu við gerð myndarinnar.
Umræðan