Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson var að senda frá sér lagið Ef Ástin er Hrein en það er engin önnur en GDRN sem ljáir laginu einnig rödd sína.
Jón og GDRN eru án efa eitt vinsælasta tónlistarfólk landsins og er þetta “combo” að svínvirka. Lagið er hugljúft sem rennur niður eins og heitt hunang. Ef Ástin er Hrein er klárlega lag sem á eftir að lifa um ókomna tíð, slíkur er krafturinn!
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið og mælir Albumm klárlega með að skella á play!