Hið árlega jólalag Ella Grill er komið út. Það er gert í samstarfi við rapparann Holy Hrafn og pródúsentinn Balatron.
Lagið er komið út á Spotify og öðrum streymisveitum en á næstu dögum er væntanlegt tónlistarmyndband við lagið. Elli Grill hefur komið víða við og er þekktur fyrir einstakan stíl og textagerð. Árið 2018 kom út platan Pottþétt Elli Grill sem hlaut tilnefningu sem plata ársins í flokknum rapp og hip-hop.
Árið eftir tók hann þátt í söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Jeijó, keyrum alla leið eftir Barða Jóhannsson.