Enska orðið Dusk táknar það stig þegar rökkrið færist yfir. Ekki skal rugla því við sólsetur, þar sem átt er við að sólin sjálf sé ekki sýnileg í sjóndeildarhringnum, heldur er frekar átt við þessa örstuttu stund þar sem sólin kraumar u.þ.b 6 gráðum fyrir neðan sjóndeildarhringinn.
Íslenska rafhljómsveitin Dusk kraumar rétt fyrir neðan sjóndeildarhring íslenskrar raftónlistar – stefnan er sett á Heimsyfirráð. Dusk eru þeir Jake Tries ( Jakob Reynir Jakobsson) og Balrock (Bjarki Hallbergsson). Þeir Hafa verið að pródúsera tónlist saman í meira en áratug. Á þeim tíma hafa þeir látið vel í sér heyra í EDM senunni með öflugum töktum og grípandi melódíum sem hafa heyrst á mörgum dansgólfum um allan heim.
Í áranna rás hafa Dusk deilt sviði með mörgum af stærstu nöfnum í EDM sögunni, svo sem: Tiesto, Deadmau5, Noisia, Pendulum, Benny Benassi, Fedde Le Grande, Chris Lake og hafa fengið stuðning frá listamönnum eins og The Crystal Method. Þeir hafa einnig skapað sér orðspor sem virtir próduserar í íslensku tónlistarsenuni , þar sem þeir hafa framleitt efni fyrir þekkta íslenska listamenn á borð við: Pál Óskar, Blazroca og Bang Gang.
Dusk gefa út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Plasmapool Media group og hafa þeir gefið út lög sem hafa margsinnis lent á topp 50 sölulistum hjá síðum eins og Beatport og trackitdown, DUSK eru þekktir fyrir orku, og ötul sviðsframkoma þeirra er eitthvað sem þú þarft að upplifa.
Umræðan