Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að senda frá sér brakandi ferskt jólalag.
Um er að ræða gamla góða jazz standardinn What are you doing New Year’s eve? Í þýðingu föður þeirra, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Þessu skemmtilega gamaldags mynbandi leikstýrði hin hæfileikaríka Alda Valentína Rós og er sjón sögu ríkari.
Lagið var tekið upp í sumar í Stúdíó Paradís en meðleikarar eru Sólveig Morávek á klarinett, Erik Qvick á slagverk, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Matti Kallio á píanó.
Umræðan