Hugleikur Dagsson ferðaðist um alla Evrópu vorið 2019 með uppistandið sitt, Son Of The Day. Eftir átjan borga flakk endaði hann í Helsinki og lét kvikmynda ósköpin. Árni Sveins leikstýrði og Rakel Sævars framleiddi.
25. september næstkomandi ætlar hann að frumsýna upptökuna í Bíó Paradís með ekki bara pompi heldur líka prakt. Herlegheitin hefjast klukkan 19:00. Það verða léttar veitingar og allskonar fjör, Og kannski blöðrur. Þetta er fyrsta og eina íslenska Uppistands-”specialið” sem hefur verið myndað á erlendri grundu. Og það er fokking geðveikt. Son Of The Day mun svo koma út á hinum ýmsu streymisveitum og itunes í óktóber, fylgist með!
Sýningin hefst stundvíslega kl: 20:00.
Hugleikur Dagsson á Facebook
Umræðan