Antsy hefur nýverið gefið út sína fyrstu smáskífu sem heitir Leave me alone og er ábreiða hljómsveitarinnar New Order. Þessi smáskífa er sú fyrsta í röð smáskífa sem Antsy mun senda frá sér árið 2021.
Antsy byrjaði árið 2019 og er franskt indí-popp sólóverkefni með aðsetur í Reykjavík þar sem hann hefur verið búsettur í sex ár. Tónlist Antsy leggur áherslu á hljóðgervla og trommuheila. Tónlistin er hrein og bein með undirliggjandi depurð og er undir áhrifum frá hljómsveitum eins og New Order, MGMT og Metronomy. Á Leave Me Alone, hægir Antsy á tempói upprunalega lagsins og kemur í stað gítaranna fyrir 80’s hljóðgervla.
Útkoman er fersk og draumkennd með nýja sýn á þessu klassíska lagi frá New Order. Lagið er tekið upp af Antsy á heimili sínu í Reykjavík,
Leave Me Alone var mixað og masterað af Yoad Nevo (Goldfrapp, Air, Duran Duran…) í Nevo Sound Studios í London. Forsíðumynd smáskífunnar var innblásin af forsíðumynd New Order af plötunni Power, Corruption & Lies eftir hinn snilldarlega Peter Saville. Myndin var tekin í Pastel, blómabúð í miðbæ Reykjavíkur.