Kolsýra er nýtt band skipað leðurbarkanum Bergsveini Arilíussyni (Sóldögg), Sturlaugi Jóni Björnssyni (Benni Hemm Hemm, Sinfóníuhljómsveit Íslands) sem leikur á bassagítar og lúðra og Óla Rúnari Jónssyni (Atómstöðin) sem spilar á gítara. Þá leikur Axel Flex Árnason á trommur í laginu Ísafold sem er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér.
Lagið er einhverskonar popp með dass af ógæfu-,þjóðlaga- og köntrítónum. Textinn er framsettur sem ættjarðaróður, en fjallar ekki síður um baráttu einstaklings við sjálfan sig – flóttann og heimkomuna.
Ísafold er þegar farið að heyrast á útvarpsstöðvum og er einnig komið á helstu streymisveitur, til dæmis Spotify:
Umræðan