Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til heljarinnar hjólabrettanámskeiðs á Akureyri í samstarfi við Listasumar Akureyrar.
Námskeiðið fer fram dagana 15. – 17. Júlí og er kennt frá kl 10:00 – 11:30. Námskeiðið er fyrir alla krakka á öllum aldri, bæði fyrir byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Steinar Fjeldsted hjá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur ásamt fríðu föruneiti sér um kennsluna en Steinar hefur um 30 ára reynslu af hjólabrettum, hefur m.a. tekið þátt í fjölda keppna bæði hérlendis sem og erlendis og verið viðloðandi brettanámskeiðin síðastliðin 15 ár.
Farið verður yfir helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þau sem eru örlítið lengra komin verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafnvel 360 flip.
Námskeiðin hafa virkilega slegið í gegn í Reykjavík og síðustu ár á Akureyri og má sjá skínandi bros í hverju andliti. Skráning og frekari upplýsingar fara fram á hjolabrettaskoli@gmail.com og í síma: 768-8606.
Þáttökugjald er 10.000 kr fyrir öll þrjú skiptin.