Hjólabrettaskóli Reykjavíkur í samstarfi við Listasumar á Akureyri og Albumm.is heldur hjólabrettanámskeið á Akureyri fyrir fullorðna dagana 3. 4. Og 5. Júlí.
Öllu verður til tjaldað en það eru þeir Steinar Fjeldsted og Dagur Örn sem annast kennsluna en þeir hafa mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu.
Námskeiðið er mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær! Námskeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna en skipt verður í hópa eftir getu. Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu grunnatriði hjólabrettaíþróttarinnar eins og t.d. ýta sér, hvernig á að standa, snúa við, líkamsstöður og Ollie (hoppa) svo fátt sé nefnt. En fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í ögn flóknari hluti eins og t.d. Kickflip, Shuvit og jafnvel 360 flip svo fátt sé nefnt!
Á námskeiðinu er hjálmaskilda en einnig eru allir hvattir til að koma með þær hlífar sem viðkomandi á. Gott er að eiga hjólabretti en við erum með nokkur lánsbretti sem hægt er að fá lánað.
Námskeiðið fer fram á úti hjólabrettasvæðinu hjá Háskólanum á Akureyri. Námskeiðin byrja kl 20:00 og standa til kl 21:30 og eru 3 skipti, 3, 4 og 5 júlí. Námskeiðið kostar 11.900 kr á mann og fer skráning fram á hjolabrettaskoli@gmail.com og í síma 768-8606, nafn, kennitala og símanúmer þarf að fylgja skráningu.