Nú gengur yfir ansi skemmtileg söfnun á fjármögnunarsíðunni Karolina Fund en þar er verið að safna fyrir að koma alls 6 brettamyndum yfir á stafrænt form!
Team Divine krúið inniheldur mikla snillinga og “legends” en þeir eru: Eiki Helgason, Halldór Helgason, Viktor Helgi Hjartarson, Gulli Guðmundsson, Ingólfur Bragi Gunnarsson, Hilmar Þór Sigurjónsson og Ómar Svan Ómarsson.
Frá 2000 til 2005 framleiddi Team Divine krúið frá Akureyri alls 6 tímamóta brettamyndir: 2000: Brettamynd Dauðans, 6 mín hjólabretta mynd. Gefin út sem aukaefni á Why Not DVDinu. 2001: Nafnlaus snjóbrettamynd. Gefin út sem aukaefni á Noxious Dreaming DVDinu. 2002: V.T.H. hjólabretta mynd. Sýnd á sjónvarpsstöðinni Aksjón og gefin út sem auakaefni á Óreiðu VHSinu. 2003: Óreiða bretta mynd gefin út á VHS. 2004: Noxious Dreaming bretta mynd og aukaefni gefið út á DVD. 2005: Why Not bretta mynd og aukaefni gefið út á DVD.
Í ár eru 20 ár frá því að fyrsta myndin var framleidd og 15 ár síðan sú síðasta koma út. Krúni finnst því viðeigandi að dusta rykið af þessu öllu saman og deila gleðinni með ykkur. Allt efnið sem var framleitt verður fært yfir á stafrænt form og deilt með þér.
Hefur þú gaman af heimsklassa bretta vitleysu og almennu bulli? Ef svarið er já, þá er þessi söfnun klárlega fyrir þig. Ef svarið er nei, þá er þessi söfnun samt klárlega líka fyrir þig.
Hægt er að styrkja verkefnið á Karolina Fund.