Sænski tónlistarmaðurinn Mikael Lind hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár en hann hefur svo sannarlega sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf. Fyrir stuttu sendi Mikael frá sér plötuna Contingencies en tónlistinni má lýsa sem lágstemmdu „ambienti“ með seiðandi melódíum. Mikael er einkar lúnkinn við að skapa þægilegt andrúmsloft og segja má að hlustandinn dragist inn í ævinýralegan hljóðheim sem erfitt er að segja skilið við.
Komið er út myndband við lagið Burst of Electricity en eins og Mikael orðar það, er það ansi „Lo-Fi“ og algjörlega í anda lagsins. Hægt er að finna Mikael Lind á flestöllum streymisveitum