Hugsanir er fyrsti singúll af væntanlegri plötu Inga Bauers en hér er á ferðinni mýkri og einlægari Ingi sem talar um erfið sambandsslit og þær tilfinningar sem vakna í gegnum það ferli.
„Hausinn er á fleygiferð og allar gömlu góðu minningarnar byrja að streyma á öllum mögulegum stundum” segir Ungi. Kappinn hefur verið mjög áberandi í Íslensku tónlistarlífi og hefur hann sent frá sér marga “bangers” sem hafa tryllt dansgólf þjóðarinnar.
Hugsanir er virkilega flott lag og við hjá albumm hvetjum alla til að hlusta.
Umræðan