Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters kemur í heimsókn til Íslands í heimsreisu ferð sinni 2023.
Liðið mun leika listir sínar í Laugardalshöllinni og verður um sannkallaða fjölskyldu skemmtun að ræða. Íslendingar eru Harlem Globetrotters góðkunnugir enda hefur liðið glatt tugþúsundir Íslendinga í fjölmörgum heimsóknum liðsins til landsins frá því þeir komu fyrst í heimsókn árið 1982. Harlem Globetrotters hefur sýnt körfubolta leikni í sinni skemmtilegustu mynd um heim allan í 124 löndum og sex heimsálfum síðan 1926. Þetta er sannkölluð íþrótta skemmtun ársins fyrir alla aldurshópa. Eftir sýningarleikinn fá allir gestir tækifæri á að fá eiginhandaráritun frá sínum uppáhalds Globetrotter.
Miðasala hófst í dag, mánudaginn 22. maí. Aðeins er selt í sæti og því um takmarkað magn miða að ræða. Nældu þér í miða á Midix.is.
Umræðan