Nú færist heldur betur fjör í leikinn. Tvö hundruð mega koma saman og reglur um sóttkví verða afnumdar á miðnætti og því ber að sjálfsögðu að fagna.
Sjáland í Garðabæ blæs nú í HAPPY HOUR alla föstudaga og laugardaga milli kl 21:00 til 23:00.Á morgun laugardaginn 12. febrúar verður það er enginn annar en DJ Steinar Fjeldsted sem ætlar að sjá um tónlistina og lofar hann eðal tónum. Steinar sló í gegn og ferðast um allan heim með hljómsveitinni Quarashi og er óhætt að segja að hann er ansi vel að sér í tónlistinni.

Heimsklassa barþjónninn Raul verður að sjálfsögðu á barnum að galdra fram kokteila og drykki til að gera kvöldið ógleymanlegt, Kokteilar, góður matur, stórbrotið útsýni, gott groove og ÞÚ!
Umræðan