Svikamyllu Ehf er heiður að tilkynna um glænýtt tónlistarmyndband frá þjóðargerseminni og barnagullinu Hatara.
Engin Miskunn er fyrsta lagið á glænýrri plötu sveitarinnar, sem ber heitið Neyslutrans, en plata og myndband eru aðgengileg á alnetinu. Engin Miskunn er dómsdagsóður og vögguvísa um síðasta augnablik mannkyns og hentar allri fjölskyldunni. Eldur mun gleypa veröldu þína.
Magnús Leifsson gengur til liðs við Hatara sem leikstjóri en þetta er hans fyrsta verkefni innan vébanda Svikamyllu Ehf í samstarfi við Baldvin Vernhaarðsson en Baldvin er heiðursmeðlimur framleiðsludeildar fyrirtækisins. Þá má nefna fríðan leikhóp með stórleikarann Tómas Lemarquis í fararbroddi en þetta er einnig hans fyrsta verkefni hjá Svikamyllu. Þá standa Karen Briem og Harpa Einarsdóttir fyrir búningum, Atli Freyr sér um förðun og lengur mætti telja. Allir þátttakendur fengu greitt án þess að gefa upp skatt af umsömdum launum samkvæmt samkomulagi við stjórn Svikamyllu Ehf.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plötuna Neyslutrans: