Hljómsveitin Kvika gefur út nýtt lag, The Arrow of Time. Lagið fjallar um hvernig allt fer í hringi og á meðan líður tíminn eins og ör á jöfnum hraða og heldur sína leið og kemur ekki til baka.
Almennar vangaveltur um tilveruna og stöðu einstaklingsins í þessum rússíbana sem lífið er. Í framhaldinu mun svo Kvika gefa út að minnsta kosti eina smáskífu til viðbótar, eða mögulega tvær, og svo í kjölfarið heila plötu fljótlega eða á vormánuðum.

Meðlimirnir Guðni og Tumi hafa legið yfir lagasmíðum síðan Covid skall á og svo datt Ásmundur Jóhannsson trommari Kviku inn í verkefnið og sá um allar upptökur og hljóðfæraleik.
„Við kláruðum alla helstu grunna plötunnar í sumarbústað í haust við Blönduós rétt við Blöndu og fengum þar mikinn innblástur. Enda er “river” stórt yrkisefni plötunnar.
Áður hefur Kvika gefið út plöturnar Seasons (2014) og Welcome to Lava Land (2019).” segja drengirnir.
Hægt er að hlusta á lagið á Spotify