Tónlistarkonan GDRN og tónlistarmaðurinn og pródúserinn Bomarz voru að senda frá sér brakandi ferskt lag sem heitir Crystallized.
GDRN er ein vinsælasta tónlistarkona landsins en í fyrra sendi hún frá sér plötuna GDRN sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur. Bomarz (Bjarki Ómarsson) er einn fremsti pródúser landsins en hann hefur unnið með flest öllum stórstjörnum landsins en einnig nokkrum erlendum stjörnum.
Lagið er einstaklega vel heppnað enda getur þetta dúó ekki klikkað. Albumm mælir með að skella á play og hækka í botn. Þetta er hittari!