Fyrsti leikjaþátturinn af Galið er komin út og má sjá tónlistarmanninn Kristinn Óla (Króla), fótbolta-og tónlistarmanninn Loga Tómasson (Luigi) keppa á móti tónlistarmanninum og pródúsernum Ízleifi Eldi og umboðsmanninum Loga Snæ Stefánssyni.
Leikjaþættirnir Galið er alveg nýtt af nálinni hér heima en það er framleiðslufyrirtækið AlbummTV og vefmiðillinn Albumm.is sem framleiðir þættina í samstarfi við SnorriBros, Vísir og Stöð 2 Esport. Þættirnir eru 7 talsins en þar má sjá landsþekkt tónlistarfólk og knattspyrnufólk keppa í Fífa 21. Þættirnir voru teknir upp á veitingastaðnum Le Kock í Hafnarstræti en staðurinn var opinn á meðan tökum stóð og myndaði það sérstaka stemningu.
Hver þáttur er með fjórum einstaklingum en tveir í sitt hvoru liðinu. Það lið sem vinnur heldur áfram að keppa við næsta lið og svo framvegis. Síðasti þátturinn keppa liðin um sigurinn en svo kemur pínu og ansi skemmtilegt tvist alveg í lokin.

Eins og fyrr segir keppa þeir Króli, Luigi, Logi og Ízleifur í þessum fyrsta þætti af Galinu. Króli og Luigi eru liðsfélagar og völdu sér liðið Paris Saint-Germain (PSG) en á móti þeim eru þeir Logi og Ízleifur sem völdu sér Frakkland. Gæti verið að allir keppendurnir völdu þessi lið útaf miklir aðdáendur franska fótboltakappanns Mbappé, sem spilar bæði með PSG og Franska Landsliðinu. Luigi varð pínu hissa á sínum manni (Mbappé) þegar honum fannst hann spila betur með Frakklandi heldur en PSG. Þrátt fyrir smá vonbrigði stoppaði það ekki keppnisskapið í Luigi enda virkilega góður keppnismaður í raunveruleikanum og hefur verið að gera það mjög gott með meistaraflokki Víkings. Sjá má einnig Króla standa sig eins og hetju við hlið Luigi og aldrei að vita en við munum sjá fótboltahæfileika hans á vellinum í framtíðinni, spurning með hvaða liði?

Mikil einbeiting og út hugsun sást í andlitum Loga og Ízleifs og sást klárlega að markmiðið hjá þeim var að sýna fótboltahæfileika sína á skjánum en spurning hvort það hafi leitt þá til sigurs. Þættirnir verða sýndir á Fimmtudögum á Albumm.is, Visir.is og Stöð 2 Esport.
Ekki er hægt að gera svona skemmtilega og flotta þætti án góðra styrktaraðila og er Galið unnið í nánu samstarfi við ELKO, Gifflar, Collab, Le Kock og Sena. Liðið sem eftir er og stendur uppi sem sigurvegari fær hvorki meira né minna en Playstation 5 leikjatölvu í verðlaun og það að sjálfsögðu í boðu Senu.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá fyrsta þáttin. Ekki hika við að skella á play og njóta!
Umræðan