Lagið FACE er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu JóaPé sem verður hans fyrsta sólóplata.
Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu „PALLY” en þetta er fyrsta útgáfan hans undir þessu nafni. Lagið varð til um eina sumarnótt í fyrra, en þá hittust þeir með það markmið að gera lag sem kemur manni í gott skap.
Grípandi viðlag og ferski hljóðheimurinn gerir það að verkum að lagið er tilvalið til þess að taka með sér inn í sumarið.
Umræðan