ALBUMM
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Tónlist

Fyrsta sinn á Íslandi sem NFT viðskipti á íslenskri tónlist fer fram

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
20. maí, 2022
í Tónlist
0 0
0
Einkatónleikar og NFT – Kig & Husk safnar fyrir vínyl-útgáfu á Karolina Fund

Höskuldur Ólafsson og Frank Hall skipa sveitina Kig & Husk

Deila á FacebookDeila á Twitter

Söfnun hljómsveitarinnar KIG & HUSK á Karolina Fund fyrir vínylútgáfu á fyrstu hljómplötu sveitarinnar Kill the Moon lýkur í dag, föstudag. Kraftur komst í söfnunina í gær þegar fjárfestir hét að greiða 350 Evrur fyrir NFT af demó-lagi plötunnar. 

Þetta ku vera í fyrsta sinn á Íslandi sem NFT viðskipti á íslenskri tónlist fer fram. NFT eða Non-Fungible Token er stafrænt hlutdeildarskírteini eða afsal sem með hjálp bálkakeðjutækni (block chain) tryggir uppruna á einstöku stafrænu listaverki eða vöru sem gengið getur kaupum og sölum.

Kill the Moon kom út um mitt síðasta ár (2021) og fékk um leið frábærar viðtökur tónlistargagnrýnenda auk þess sem hún hlaut tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem besta plata ársins 2021. Platan hefur hingað til aðeins verið aðgengileg á streymisveitum (Spotify, Tidal, Bandcamp) en nú stendur til að framleiða 200+ vínyl plötur með aðstoð Karolina Fund.

Tónlist KIG & HUSK hefur verið lýst sem poppuðu art-rokki þar sem hefðbundið tónlistarform er þanið út og óhljóðum stillt upp á móti melódískum lag- og sönglínum. Hljóðfæraleikur, söngur, forritun, útsetningar og hljóðblöndun er í höndum KIG & HUSK en eftirtaldir hljóðfæraleikarar lögðu einnig hönd á plóg: Kjartan Guðnason (trommur), Paul Maguire (trommur), Hallgrímur Jón Hallgrímsson (trommur), Óttar Sæmundsen (bassi), Pétur Ben (gítar).

KIG & HUSK skipa þá Frank Hall og Höskuld Ólafsson og hafa þeir félagar komið víða við á sínum glæsta ferli. Frank nam tón- og myndlist við The Royal Conservatory og The Royal Academy í Hollandi og útskrifaðist þaðan með MA gráðu árið 2006. Frank hefur samið tónlist við fimm kvikmyndir, Svartur á leik, Julia, Afinn, Ég man þig og Albanian Gangster. Hann hlaut tilnefningu til Eddunnar fyrir Svartur á leik og hlaut einnig verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist fyrir Julia á kvikmyndahátíðinni Screamfest í Los Angeles. Hann var einnig tilnefndur fyrir tónlist ársins í Leikhús- og kvikmyndatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2018 fyrir tónlistina við kvikmyndina Ég man þig. Frank er meðlimur í hljómsveitunum Skárren ekkert og Ske og þær sveitir hafa gefið út talsvert af tónlist. Frank hefur einnig unnið tónlist og hljóðmynd fyrir fjölda leiksýninga, hvort sem er einn sín liðs eða í samstarfi við aðra. 

Höskuldur hefur starfað með hinum ýmsu hljómsveitum, komið að leiksýningum og kvikmyndum og gefið út hljómplötur með bæði Ske og Quarashi þ.á.m. hjá Sony Columbia Records árið 2002 (Quarashi) sem var dreift af EMI Publishing um allan heim. Platan seldist í fleiri en 500.000 eintökum og hljómsveitin kom fram á tónleikum og tónleikahátíðum í N-Ameríku, Evrópu, Japan og Ástralíu. Höskuldur Ólafsson lauk prófi í íslensku- og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og nokkrum árum síðar meistaraprófi í listspeki frá University of East Anglia (UEA) í Englandi, auk rannsóknar-meistaragráðu í heimspeki frá sama háskóla ári síðar.

Hægt er að veita verkefninu lið á ýmsa vegu. Eins og t.d að styrkja um 35 evrur og alveg upp í 840 evrur, og þar af leiðandi fær viðkomandi ýmislegt í staðin eins og t.d. áritaðar vínylplötur, persónuleg kveðja/kort og 30 mín einkatónleika svo fátt sé nefnt. Kíktu á Karolina Fund og veittu þessari flottu söfnun lið sem lýkur í dag.

Smelltu HÉR til að leggja þessu flotta verkefni lið.

Tengdar Greinar

„Áður en við vissum af vorum við komnir með allt annað lag“
Tónlist

„Áður en við vissum af vorum við komnir með allt annað lag“

Hljómsveitin HYLUR sendi frá sér lagið "Best of my Days" í dag 24. Júní 2022, ásamt tónlistarmyndbandi.  Lagið er...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
28. júní, 2022
Ragga Gröndal gefur út The Unicorn Experience
Tónlist

Ragga Gröndal gefur út The Unicorn Experience

The Unicorn Experience er EP-plata sem var búin til fyrir þá sem nota tónlist markvisst til að hafa áhrif...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
28. júní, 2022
Hið náttúrulega mætir iðnaðinum!
Tónlist

Hið náttúrulega mætir iðnaðinum!

Hvernig hljómar loftslags hrunið? Hið glænýja tónlistarverkefni sem kallast fyield sem sameinar tékkneska og íslenska tónlistarmenn, gefur út í...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
27. júní, 2022
Skoðar landslag ástarinnar, liðnar sorgir og ný rómantísk tengsl
Tónlist

Skoðar landslag ástarinnar, liðnar sorgir og ný rómantísk tengsl

Textar mixteipsins voru skrifaðir á þremur árum og fylgja unu scrham í gegnum rússíbanareiðina sem fylgir því að vera...

Eftir Ritstjórn Albumm.is
25. júní, 2022
Næsta frétt
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Reggí, Rokk og BSÍ gleði!

Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Reggí, Rokk og BSÍ gleði!

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Tónlist
  • Menning
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist