Þríeykið Vök var að gefa út nýtt lag sem ber nafnið Miss Confidence og fylgir í kjölfar Lose Control sem gefið var út í lok febrúar.
Miss Confidence fjallar um að vera með grímu. Lagið er enn einn kafli í sögu sem heldur áfram frá Feeding on a Tragedy EP sem kom út í haust. Á þessum tímapunkti er karakterinn okkar að fara í dulargervi og klæðast grímu sjálfstrausts. Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd. Fullkomlega ókunnug fyrir sjálfri sér – Miss Confidence.
Vök heldur útgáfutónleika í Gamla Bíó fös. 21 okt. og á Græna Hattinum lau. 22 okt. Miðaverð er 4.900. Early-Bird í Gamla Bíó kr. 4.300 kr. Rennur út 2 maí. Hægt er að nálgast miða á TIX.IS.
Umræðan