Tónlistarkonan Margrét Rúnarsdóttir hefur komið víða við og segja má að líf hennar snúist um tónlist.
Margrét er meðlimur hljómsveitarinnar Himbrima en þessa dagana er hún að semja mikið af nýrri tónlist fyrir sveitina. Fyrir nokkrum dögum póstaði hún ansi skemmtilegu myndbandi á Facebook síðu sína sem hefur fengið mikla athygli. Myndbandið er af Margréti og manninum hennar, Birki Rafn Gíslasyni taka jólasmellinn Mistletoe og er það virkilega vel gert. Margrét er um þessar mundir að semja tónlist fyrir píanó “instrumental” plötu sem kemur út von bráðar.
Það er tilvalið að fá Margréti í Fimm uppáhalds plötur á Albumm.is en hér fyrir neðan er hægt að hlusta á plöturnar:
Margrét Rúnarsdóttir á Instagram