ALBUMM
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Albumm
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
Heim Music

Fann bassastefið í draumi

Ritstjórn Albumm.is Eftir Ritstjórn Albumm.is
27. September, 2021
í Music
0 0
0
Fann bassastefið í draumi

Ljósmynd / Þorsteinn Árnason Sürmeli

Deila á FacebookDeila á Twitter

Fríða Dís sendi á dögunum frá sér lagið The Key to My Future Heart en lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífu hennar sem er í smíðum. Í laginu kveður við nýjan tón en aðstæðurnar sem lagið var samið við voru heldur óvenjulegar. 

„Maðurinn minn bað mig um að semja fyrir sig stef sem hann ætlaði að nota fyrir hlaðvarp sem hann stýrir og nefnist Kennarastofan og fjallar um menntamálum. Ég var því með hugann við stefið þegar ég lagðist á koddann þetta kvöld og var svo lánsöm að dreyma þetta bassastef sem er svo afgerandi í nýútgefnu lagi,” útskýrir hún og segir svo að það fyrsta sem hún gerði þegar hún vaknaði var að hljóðrita stefið á símann sinn því hún vissi strax að henni langaði að vinna það áfram. 

„Ég veit ekki hvort maður ætti að taka það fram en ég var með flensu þegar þetta átti sér stað og tók inn Benylan hóstasaft fyrir svefninn, kannski ég fari að nota það markvisst til að opna skynfærin fyrir lagasmíðar,” viðurkennir hún og bætir við að maðurinn sinn var allavega hæstánægður með útkomuna.”

Ljósmyndina fyrir lagið tók Þorsteinn Árnason Sürmeli, eiginmaður Fríðu, af götulistaverki Nick Walker sem finna má á Boulevard Beaumarchais í París.

Þegar bassastefið, eða draumstefið, var komið vann Fríða að útsetningu ásamt bróður sínum, Smára Guðmundssyni, í stúdíó Smástirni. Fríða semur og syngur laglínu og texta, spilar á bassa og rafmagnsgítar en Smári spilaði einnig á rafmagnsgítar, hljóðgervla og lykla og Halldór Lárusson leikur svo á trommur, doumbek og hristur. Síðan var upptökum haldið áfram í Stúdíó Bambus þar sem Stefán Örn Gunnlaugsson spilaði á orgel, Wurlitzer, hljóðgervla og söng raddir en Soffía Björg Óðinsdóttir ljáði laginu einnig rödd sína. Stefán Örn sá einnig um hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk Mastering sá um hljóðjöfnun. 

Smári og Stefán Örn sáu um upptökustjórn og lagið var gefið út hjá Smástirni. Einnig standa yfir upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið sem birt verður síðar.

Tengdar Greinar

Angel on one shoulder and demon on the other
Music

Angel on one shoulder and demon on the other

Today, Scandinavian alternative folk artist Freyr returns with the single “Abandoned Places,” his first new music since 2021. A...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom
Music

 ‘Fuck It’ is an anthem to freedom

 ‘Fuck It’ first released in December 2019, is an anthem to freedom. The music video is an expression of...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Their mother is the best musician in the world
Music

Their mother is the best musician in the world

Thelma Byrd recently released her album ,,2022’’ and the album is Thelma’s first solo album. The album is primarily...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
18. January, 2023
Message’s that affect your soul
Music

Message’s that affect your soul

,,Leiddu mig í ljósið'' meaning ,,Guide me to the light'' is a song just released by Baldur Einarsson. The...

Eftir Álfrún Kolbrúnardóttir
16. January, 2023
Næsta frétt
Dularfullur tónlistamaður sem fer ótroðnar slóðir

Dularfullur tónlistamaður sem fer ótroðnar slóðir

Umræðan

albumm@albumm.is
steini@albumm.is
Sími: 768-8606
Faxafen 10, 108 Reykjavík

VALMYND

  • TÓNLIST
  • MENNING
  • ALBUMM TV
  • INNLIT
Albumm.is © 2021 Allur réttur áskilinn | Íslandsvefir hönnuðu og hýsa þennan vef.
Engar niðurstöður fundust
Skoða allar niðurstöður
  • Music
  • Culture
  • Albumm TV

© 2021 Albumm.is - Allur réttur áskilinn

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In

Add New Playlist