Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar, betur þekktur sem krassasig, sendir í dag frá sér smáskífuna 1-0.
1-0 er aðeins forsmekkur af því sem koma skal því fyrsta breiðskífa krassasig kemur út seinna á þessu ári. 1-0 veitir hlustendum innsýn í hugarheim krassasig og sýnir hæfni hans til að tjá einlægar tilfinningar í formi tónlistar.
Krassasig er fjölhæfur listamaður sem hefur komið fyrir sem leikmyndahönnuður, leikstjóri og tónlistarmaður. Sem dæmi má nefna var hann listrænn stjórnandi fyrir tónleika Bríetar í Hörpu sem nutu gríðarlegra vinsælda.
Umræðan