Klara Elías hefur ekki setið auðum höndum undanfarið og ekki hægir á.
Á miðnætti 14. júní kom út lagið, “Nýjan Stað” með og eftir Klöru sjálfa, hún var Fjallkona Hafnarfjarðar á Þjóðhátíðardaginn og þann 15. Júlí næstkomandi mun hún svo vera með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Fjallkonan er fyrst og fremst þjóða tákngervingur Íslands. Og eftir mikla undirbúningsvinnu og full af innblæstri af einni frægustu mynd sem til er af henni samdi ég ljóðið og braut hefðir með því að styðjast við myndina i samsetningu á búningnum og samdi í kjölfarið lag við ávarpið sem hefur ekki verið gert aður. Ég ákvað að túlka hana svona, eftir mínu hjarta og með upprunalega hugmynd af henni að leiðarljósi. – Klara Elías
Næst á dagskrá hjá Klöru eru tónleikar í Bæjarbíó Hafnarfirði. Um er að ræða einstaka tónleika þar sem má heyra nýja og gamla tónlist eftir Klöru og aldrei að vita nema nokkur Nylon lög fylgi með.
Hægt er að nálgast miða HÉR
Umræðan