Söngkonan, laga og textahöfundurinn DIA var að gefa út nýtt lag!
Sexy And You Know It er lag sem ég samdi rétteftir að ég hætti með strák í fyrra. Lagið snýst um að koma sér úr óheilbrigðum aðstæðum og textinn byrjar með kaldhæðni en endar með sannleika og sjálfsvirðingu. Sexy And You Know It er eitt af fjörugustu lögum sem ég hef samið og er ég mjög stolt af útkomunni. Eins og af öllu sem ég hef gert hingað til samdi ég laglínu & texta sjálf en producer-inn undirspilið.
Stefán Örn Gunnlaugsson prodúseraði og mixaði þetta lag, Sigurdór Guðmundsson masteraði svo tók Álfrún Kolbrúnardóttir upp myndbandið, klippti og allt í kringum það.
Umræðan