Nýjasta breiðskífa Röskvu (Tanya Lind Pollock) kemur út í dag á vegum Möller Records en platan ber heitið „Laug.”
Platan er einskonar einkasamtal, andlegt ferðalag sem tekst á við fortíð, sorg og erfiða lífsreynslu. Platan er afar persónuleg ogupphaflega ætlaði Röskva sér ekki gefa plötuna út, en við vinnslu hennar opnaðist nýr kafli og ljósið var myrkrinu yfirsterkara.
Tanya er brautryðjandi á íslensku raftónlistarsenunni í yfir 20 ár, ein af stofnendum Weirdcore og annar helmingur Tanya og Marlon en þau gáfu út plötuna Quillock hjá Möller Records árið 2012.
Röskva á Facebook