Warmland verksmiðjan var að senda frá sér nýtt myndband við lagið Family sem kom út fyrir skömmu.
„Í lok sumars vorum við á röltinu í bænum í leit af mögulegum tökustað þegar við fyrir algjöra tilviljun rákumst á hóp af stelpum. Við spurðum þær hvort þær væru til í að dansa við lagið og þær voru til í að prófa. Árni Hrafn umboðsmaðurinn okkar tók upp símann sinn og það var tekin 1 taka..málið dautt.” Útkoman er mögnuð og fangar algjörlega stemninguna sem laginu fylgir.
Dúettinn hefur ekki setið auðum höndum og vinnur nú að sinni annarri breiðskífu en lagið SQ80 kom út nýlega. Laginu fylgir glæsilegt myndband sem var tekið í Öskjuhlíðinni í haust. SQ80 gefur annan tón en Superstar Minimal og Family og er þyngra og myrkara.
Warmland á Facebook og Instagram