Eilífðartöffarinn Helgi Björnsson var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist Það bera sig allir vel.
Árið 1984 skaust Helgi Björns fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni sinni Grafík og hefur hann svo sannarlega komið víða við síðan þá. Lagið er frábær poppballaða sem á klárlega eftir að fá nokkra bossa til að dilla sér. Rödd Helga er alltaf óaðfinnanleg og það er eins og kappinn eldist aldrei neitt.
Margt er um að vera hjá Helga og verður gaman að fylgjast með honum á næstunni!
Helgi Björnsson á Facebook