Sigga Ózk, sem sló rækilega í gegn með þátttöku sinni í Söngvakeppninni í vetur, er nú mætt með nýja útgáfu af laginu Sjáðu Mig!
Sjáðu Mig er lag sem Sigga Ózk samdi og gaf út sjálf árið 2022 og á föstudaginn 23.júní gefur hún laginu nýtt líf í samstarfi við Bassa Maraj. Laginu fylgir glænýtt og án vafa eitt flottasta gellu-tónlistarmyndband hingað til í íslenskri sögu sem Sigga Ózk leikstýrði ásamt kærastanum sínum Sigfúsi Árnasyni.
Lagið tekur á því hvernig á að díla við baktal með fókus á sjálfstraust án sjálfsefa og hvetur hlustandann til að koma til dyranna eins og hann er klæddur.
”Ég elska þegar fólk er að tala um mig, um hárið mitt og fötin mín og einkalíf mitt. Elska þegar fólkið er að tala við mig, þykjast þekkja mig en vita ekkert um mig. Ef þú myndir ekki leita ráða hjá þessum manneskjum, hvers vegna ættirðu þá að hlusta á gagnrýni frá þeim? Sérstaklega ef þetta er fólk sem þú þekkir ekki og þú veist ekkert hvort þau vilji þér vel eða ekki.” Segir Sigga Ózk.
Umræðan