Þann 30.desember síðastliðinn sendi bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson frá sér nýtt lag á öllum helstu streymisveitum en von er á nýrri plötu frá honum síðar á þessu ári.
Þannig fylgir hann eftir sinni fyrstu plötu, Áróra, sem kom út haustið 2018 en fyrir hana hlaut hann tvennar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Í nýja laginu, sem ber titilinn East River, kveður við nýjan tón en tónlistinni á nýju plötunni má lýsa sem nútímalegum jazzi undir miklum áhrifum frá austrænni þjóðlagatónlist og annari heimstónlist.
Það má segja að lagið snúist um spennu á milli austurs og vesturs – á meðan Sigmar bjó í New York borg að stúdera vestræna djazztónlist dróst hann í auknum mæli að austrænni heimstónlist. Titillinn var vel við hæfi enda gekk ég nær daglega meðfram ánni í 3 ár. Þann 6.janúar kom svo út glæsilegt tónlistarmyndband við lagið þar sem sjá má svipmyndir frá New York og fleiri áhugaverðum stöðum.
Lagið er einnig komið á Spotify