Eftir tveggja ára covid lömun og leiðindi rísa nú listamenn upp úr öskustónni og bera efni sitt á borð.
Bergur Ebbi hefur haft nógan tíma til að upphugsa nýtt uppistandsefni í covid-dvalanum og stígur nú á svið með nýja uppistands sýningu í Tjarnarbíói.
„Sturlað fyndinn en líka alvöru hugsuður á fáránlega áreynslulausan hátt. Drepfyndnar pælingar, bráðþarfar í nútímamenningunni.“ – Auður Jónsdóttir, rithöfundur. FB
Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins með yfir þrettán ára reynslu af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni.
Hægt er kaupa miða HÉR
Umræðan