DIMMA hefur nú sent frá sér sína sjöttu breiðskífu og ber hún heitið Þögn. Platan er þegar komin út á Spotify og í glæsilegum pakka á geisladisk en er einnig væntanleg von bráðar í mjög takmörkuðu upplagi á rauðvínslitum vínyl.
Á fyrri plötum DIMMU hefur yrkisefnið jafnan verið dimmt og drungalegt, eins og plötuheitin Myrkraverk, Vélráð og Eldraunir gefa til kynna. Á Þögn kveður hinsvegar á köflum við annan tón, þó að tónlistin sé sem fyrr melódískt og þungt rokk, því megin þema plötunnar er upprisa. Fyrri plötur DIMMU voru oftar en ekki unnar mjög hratt en í þetta sinn gáfu menn sér góðan tíma í útsetningar, upptökur og hljóðblöndun sem skilar sér vel á plötunni, enda vilja margir meina að Þögn sé sterkasta plata sveitarinnar til þessa.

DIMMA mun fylgja Þögn eftir með tónleikum víðsvegar um landið í sumar og haust en hápunkturinn verður tvímælalaust útgáfutónleikarnir sem haldnir verða í Eldborg, Hörpu föstudaginn 8. október. Þar munu þeir flytja plötuna í heild sinni ásamt öllum sínum vinsælustu lögum og má búast við miklu sjónarspili eins og DIMMA er gjarnan þekkt fyrir en miðasalan er þegar hafin á tix.is og harpa.is/dimma
Umræðan