Á morgun kemur út lagið Leðurblaka með rapparanum Daniil. Hann heldur áfram samstarfi sínu með pródúsernum Tommy.
Daniil er 18 ára gamall en fyrsta plata hans, 300 sem kom út í október í fyrra hefur notið mikilla vinsælda og hefur verið á lista yfir mest streymdu plötur landsins í 23 vikur. Daniil hefur alla tíð verið hugfanginn af rappi. Hann byrjaði ungur að árum að rappa og er lunkinn við að freestyle-a, og er mikið af textunum á plötunni eitthvað sem fæddist í stúdíóinu í fyrstu töku.
Auk samstarfs hans við Tommy hefur Daniil unnið mikið með rapparanum 24/7. Þá hefur Daniil einnig gefið út lög með Birni, Joey Christ og ungstirninu Yung Nigo Drippin.
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á lagið Sór Audi með Yung Nigo Drippin og Daniil: