Fyrir skömmu sendi rapparinn Daniil frá sér lagið EF ÞEIR VILJA BEEF. Honum til halds og trausts er enginn annar en Joey Christ. Joey náði töluverðum vinsældum með lag sitt Joey Cypher sem kom út árið 2017. Lagið er unnið með próducerunum Tommy og Matthíasi Eyfjörð.
Daniil er 20 ára gamall en fyrsta platan hans, 300 sem kom út í október 2019 hefur notið mikilla vinsælda og var lengi á lista yfir mest streymdu plötur landsins. Daniil vinnur mikið með pródúsernum Tommy on the track en auk samstarfs hans við Tommy hefur hann unnið með rapparanum 24/7. Þá hefur Daniil einnig unnið með Birni og Yung Nigo Drippin’.

EF ÞEIR VILJA BEEF náði þeim merka árangri að hafa verið spilað 50.000 sinnum fyrsta sólarhringinn á streymisveitunni Spotify. Til að finna sambærilegan árangur þarf að fara aftur til ársins 2017 þegar B.O.B.A. með JóaP og Króla fékk svipaðar streymistölur.
Umræðan