Bubbi Morthens sendir frá sér nýtt lag af væntanlegri plötu í dag, fimmtudaginn 14. janúar. Lagið heitir Á horni hamingjunnar og kemur út á öllum helstu streymisveitum.
Á horni hamingjunnar er annað lagið sem kemur út af væntanlegri plötu en Bubbi stefnir að útgáfu hennar 6. júní. Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikara og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti. Það voru þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari.
Lagið er hrikelag flott og mælir Albumm með að skella á play og njóta!