Það er gott að elska, árlegir valentínusartónleikar Bubba Morthens, fara í ár fram heima í stofu hjá þér, í beinni úr Hlégarði, á sjálfan valentínusardaginn, sunnudaginn 14. febrúar.
Á 40 ára ferli Bubba Morthens hefur hann oftar en ekki glímt við ástina, séð hana í ótal myndum og samið hverja perluna á fætur annarri. Framundan er sögustund í tónum og tali í notalegum búningi með kertaljósum og kósýheitum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, verða um 90 mínútur að lengd og ætlar Bubbi að einbeita sér alla tónleikana að sínum þekktustu og vinsælustu ástarlögum frá ferlinum.
Þrjár leiðir til að horfa í boði
Þú velur þá miðatýpu sem þér hentar og færð kóða sem virkar annað hvort í myndlyklum Símans eða Vodafone, eða í vefstreymi sem aðgengilegt er um allan heim. Streymið er aðgengilegt í gegnum vafra í hvaða nettengda tæki sem er og einnig er hægt að varpa því í sjónvarp í gegnum tæki á borð við Chromecast eða AppleTV. Vinsamlegast athugið að hver kóði gildir aðeins í einu kerfi.
Sérstakt forsöluverð er aðeins 2.200 krónur og er hægt að nálgast miða á Tix.is. Tryggðu þér miða strax áður en verðið hækkar!