Nú styttist í tónleikana með Lewis Capaldi í Höllinni föstudaginn 11. Ágúst. Það tilkynnist hér með að íslenska súperstjarnan Bríet hitar upp fyrir Lewis Capaldi.
Lewis Capaldi hefur nýlega verið afar upptekinn en hann gaf út titillag nýrrar plötu sinnar “Forget Me” undir lok seinasta árs, og var það fyrsta lag hans til að tróna á toppi breska vinsældarlistans frá útgáfudegi. Lagið sem kom næst út var lagið “Pointless” sem náði toppsætinu í janúar 2023. Lagið sem kom næst, út “Wish You the Best” fetaði í fótspor annara laga hans og náði toppsætinu í Bretlandi í Apríl 2023.

Lewis Capaldi hefur einnig gripið huga og hjörtu fólks en hann gaf út heimildarmyndina “How I’m Feeling Now” á Netflix á árinu. Þar rekur hann feril sinn frá því að vera alveg óþekktur tónlistarmaður í stórstjörnu á heimsvísu sem tilnefnd hefur verið til GRAMMY verðlauna, túrað heiminn, og á sama tíma þurft að glíma við eigin geðheilsu og blekkingar heilkenni (e. impostor syndrome).
Bríet er öllum landsmönnum kunnug en hún hefur átt nokkra af stærstu smellum síðastliðinna ára hér á landi og þar má nefna “Rólegur kúreki”, “Esjan”, og “Djúp sár gróa hægt”. Tónlist Bríetar er tilfinningaþrungin og hjartnæm og mun þeirra einstöku hæfileikar í lagasmíð tóna frábærlega saman á þessu einstaka kvöldi sem mun eiga sér stað í Laugardalnum í ágúst.
DAGSKRÁ KVÖLDSINS
18:30 – Húsið opnar.
20:00 – Bríet.
21:00 – Lewis Capaldi.
22:30 – Áætluð lok.
Þrjú verðsvæði eru í boði og er eitt þeirra nú svo til uppselt:Sitjandi A: 29.990 kr. (nýja stúkan) – ÖRFÁ LAUS SÆTI
Sitjandi B: 24.990 kr. (gamla stúkan)
Stæði: 15.990 kr. (gólf)
Kaupa miða HÉR
Umræðan