Verslunin Rammagerðin hefur hafið nýtt samstarfs verkefni sem að snýr að því að framleiða og selja tónlistar tengdan varning.
Það er engin önnur en söngkonan Bríet sem hannar fyrstu bolina fyrir verslunina og mun salan hefjast núna um helgina.

Bolurinn skartar andliti Bríetar og kallar Bríet bolinn Egó-bolin með mynd af sjálfri sér. Bríet leggur mikið upp úr gæða vörum og mun bolurinn vera til sölu í Hörpunni um helgina ásamt ýmsum varning frá Rammagerðinni í tilefni 1 árs afmæli Rammagerðarinnar.
Í framtíðinni sér verslunin það fyrir sér að framleiða varning með hinu ýmsa tónlistarfólki og það verður skemmtilegt að fylgjast með hver verður næstur.
Umræðan