Gerðir þú ekki EP plötu 2001?
Jú, þegar ég var unglingur var ég alltaf í einhverjum bílskúrsböndum, spilaði á trommur og gítar. Svo þegar ég var svona átján til nítján ára þá uppgötvaði ég að ég gæti alveg gert þetta einn. Ég átti vini sem áttu samplera og svona, en án þess að vera eitthvað að hlusta á electronisca tónlist þá fannst mér þetta mjög sniðug leið til að búa til tónlist á eigin vegum, þannig ég fór og keypti mér græjur á raðgreiðslum og fór að gera tónlist. Svo voru einhverjir breskir gaurar sem voru með lítið Indie Label og vildu gera eitthvað með það og gáfu út þessa EP plötu 2001. Ég veit ekkert hvernig hún seldist ég sá hana einhverntíman 2003 í plötubúð í London.
Afhverju líður svona langur tími á milli platna?
Það var bara margt annað að gera, ég fór í tónlistarnám til Hollands og svo í kennaraháskólann. Svo hef ég verið að gera tónlist í dansverki og leikhúsverki og verið að spila með öðrum á tímabili 2001 – 2003 tildæmis Skakkamanna G og Rúnk. Svo hef ég bara verið að finna tóninn minn betur en ég hef alltaf verið á kafi í einhverri músík þótt ég hafi ekki gefið út eitthvað þarna á tímabili. Sumir gera þetta á ári en það var margt annað að gera og mér lá ekkert á.
Hvernig stóð það til að þú fórst að hafa áhuga á tónlist?
Ég lærði á píanó þegar ég var krakki fór í tónlistarskóla svona frá 6 – 12 ára svo var alltaf einhver músík heima. Pabbi var í hljómsveit þegar hann var ungur svona bítlahljómsveit það var til píanó heima og pabbi átti gítar og ég hafði aðgang að því. Svo þegar ég var unglingur fór ég að sýna áhuga á að spila á gítar. Svo fór maður að sýna áhuga á plötusafninu heima sem pabbi átti, pabba fannst það mjög gaman. Ég tildæmis setti Led Sepplin plötu á fóninn og pabbi fór að segja mér sögu af tónleikunum í höllinni 1970.
Er gítar þitt aðal hljóðfæri?
Nei alls ekki ég er ekkert sérstakur gítarleikari mér finnst aðallega skemmtilegast að sitja fyrir framan tölvu og leika mér að finna sintha og allskonar hljóð, en spila stundum með á píanó og gítar.
Selebrate Life kemur út 2008, ertu ekki þá kominn á samning hjá Morr Music?
Ég gerði demo í kringum 2000 sem að Örvar vinur minn sendi á einhverja sem hann þekkti, þá fékk Tómas meðal annars demo og langaði að gefa út sem var EP platan Trees And Limbo en hinir voru bara á undan, og svo er hann bara búin að vera að bíða eftir að fá að gefa út plötu.
Þú fórst svo að túra er það ekki?
Strax eftir að platan kom út fór ég á 10 daga túr með Múm og hitaði upp fyrir þau. Haustið eftir fórum við alveg á fjögra vikna túr með Sea Bear sem var rosa góðu túr, þá var Sea Bear rosa heitt band og við vorum að spila fyrir fullu húsi útum alla Evrópu. Þessi plata fékk alveg ágætis dóma og tekin vel. Held hún hafi selst í kringum þúsund eintökum og tel það alveg sættanlegt fyrir svona tónlist.
Þú gafst svo út Born To Be Free árið 2012, hvar er hún tekin upp?
Hún er tekin upp víðsvegar ég var með stúdíó þá út á granda tók hana mikið upp þar. Morr Music dreifði henni fyrir mig en ég gaf hana út sjálfur en náði ekki mikilli athygli úti en fékk alveg mjög fína dóma. Titillag plötunnar heitir Born To Be Free. Það er allt sungið á þessari plötu. Vorið eftir að hún kom út þá fórum við í stuttan túr.
Hvar býrðu núna?
Á Drangsnesi alveg ekta lítið sjáfarþorp á ströndum, flest allir vinna þarna í fiski þá annað hvort að beita, veiða eða vinna hann. Ég er kennari þarna og kona mín skólastjóri, svo var ég skólastjóri í fyrravetur þegar hún var í fæðingarorlofi. Ég lærði kennarann og þá aðal áheyrslu á tónmenntakennarann. Þetta er mjög fínt og mjög einfalt líf þarna í sveitinni og þegar maður er með vinnu og fjölskyldu þá er meirihlutinn af lífi manns í vinnunni og á heimilinu, þá er alveg eins gott að búa aðeins frá borginni. Ég horfi út á haf með morgunkaffinu og hlusta á fuglanna alveg yndislegt. Það er allskonar sem borgin hefur sem maður fær ekki þarna. Það eru alltaf kostir og gallar við allt saman. Gott líka að maður hefur alltaf þennan tíma í sveitinni að borða kvöldmat saman ekki drífa sig heim og kippa með einni pizzu, en maður er farin að hlakka til þegar útsvar byrjar aftur þá verður pizza sko.
Ertu með stúdíó?
Ég var með lítið herbergi í húsinu okkar svo fékk ég leigt gamla bókasafnshúsið á Drangsnesi sem heitir Lestrafélagahúsið það var byggt snemma á síðustu öld einhvertímann sem er 16 fermetrar steinhús, þetta hús er eitt lítið herbergi í rauninni. Ég fékk leifi til að rífa allt innan úr því og taka það allt í gegn ég reif niður loftklæðningu, steypu og spýtur og það var einangrað með torfi þannig ég var með 80 ára gamla mold á mér í tvær vikur. En þetta er orðið ansi huggulegt þó ég segi sjálfur frá og er þar með vinnuaðstöðu núna.
Hvað er þetta Final Round?
Þetta er bara singull af Born To Be Free. Þetta var digital, en við gerðum video við þetta lag Futergrapher gerði remix, Páll Ívan og Sillan gerðu plötucoverið.
Spilarðu enn á trommur?
Já ég geri það en ekki á plötunni. En ég var fyrir fjórum árum síðan í pönkhljómsveit sem kallast Blóð við gáfum út fjagra laga EP plötu. Ég var með tveimur samkennurum mínum úr Norðlingaskóla, þar spilaði ég á trommur, en þetta var í kringum hrun þannig við höfðum nóg af efni að vinna úr. Eitt lagið heitir Vélinda og fjallar um Geir H. Haarde. Svo spilaði ég slagverk með FM Belfast lengi og er búin að spila svolítið slagverk og tónlist með Futergrapher.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er búin að vera að gera tónlist síðan í vor með Futergrapher sem er mjög gaman allar hugmyndir teknar inn og ekkert verið að ritskoða mikið og hlutunum leift að flakka eins og þeir koma. En við stefnum á að klára plötu í vetur. Svo ætla ég að gera plötu, en ég vil finna svolítið hvernig ég vil gera hana, með hverjum og hvað ég ætla að fá út úr því og hverju ég ætla að ná fram. Svo er ég að fara að gera tónlist fyrir dansverk út í Belgíu það er stelpa sem er dansari út í Belgíu sem er að fara að gera sóló dansverk og ég mun gera tónlistina við það.
Umræðan