Í dag kemur út remix platan, Dansaðu Meira… Fíflið Þitt! Sem er sjálfstætt framhald af Dansaðu Fíflið Þitt, Dansaðu!” sem kom út í sumar. Á plötunni má finna remix og endurgerðir af bestu lögum Love Guru. Einnig var að koma út myndband við nýja útgáfu af laginu vinsæla, 1 2 Selfoss.
Love Guru fæddist í útvarpsþættinum Ding Dong sem þeir Doddi litli og Pétur Jóhann stjórnuðu á útvarpsstöðinni FM 957 árið 2003. Doddi heyrði lag með Justin Timberlake (Rock your body) og fannst honum ákveðinn “beat box” kafli svo fyndinn að hann vildi gera lag úr kaflanum fyrir þáttinn. Pétur Jóhann hafði engan áhuga á að vera með svo Doddi varð að gera það sjálfur en þá var Pétur nýbúinn að nefna Dodda “hinn íslenska Love Guru” eftir að Doddi hafði reynt að herma eftir Barry White í einhverjum þættinum. Flestum að óvörum sló lagið í gegn (3. sætið á Íslenska listanum) með tileyrandi kvörtunum eldri hlustenda Fm 957 um að það sé verið að spila tónlist þar sem að tala um að ríða og sjúga og sleikja.
Doddi aka Love Guru hefur svo sannarlega komið víða við og eftir smá dvala árið 2013 voru raddir orðnar ansi háværar um að Gurinn myndi gefa út nýtt efni og kom þá út lagið Phatbull og má segja að dýrið hafi vaknað aftur við það. Fyrr í sumar kom svo út önnur plata Love Guru, Dansaðu Fíflið þitt, Dansaðu! þar sem mátti finna eitthvðað af þeim lögum sem komu út frá árinu 2005 til ársins 2016 plús þrjú ný lög.
Eins og fyrr kemur fram var að koma út remix platan, Dansaðu Meira… Fíflið þitt! en Þar má heyra ýmsar úgáfur af mörgum af bestu verkum meistarans og einnig endurgerði kappinn tvö lög, Ástarblossa (Blossi´19) og 1 2 Selfoss sem nú heitir 3 4 Selfoss (Takk fyrir partýið)
Þennan gæða grip má finna á Spotify og helstu streymisveitum heims. Love Guru hefur verið að trylla landsmenn í ár eins og myndir sýna, nú síðast á Októberfest SHÍ.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við 3 4 Selfoss